til að æfa sig heima mæli ég barasta með Roland Microcube magnara, kostar eitthvað klink, ég hef verið að sjá svoleiðis fara hér á huga fyrir 8 til 10.000 kall.
Ég á svoleiðis og ég á líka Gretsch Electromatic magnara sem er í rauninni það sama og fender champion 600 magnarinn nema bara merktur Gretsch semsagt og Gretschinn er fínn en bara ekki eins fjölhæfur og Microcubeinn.
Þessir litlu lampamagnarar (Gretsch og Fender) eru með handónýtum 6 tommu hátölörum og lamparnir sem eru í þeim frá framleiðanda eru ekki góðir, ég setti nýja lampa í Gretschinn og tengi hann beint í 4X12 Marshallbox og núna hljómar hann mun betur, ég ætla samt að skipta um spenni og hátalara í honum, er að vona að ég losni alveg eða amk næstumþví alveg við suðið í honum með nýjum spenni (hann suðar ekki mikið, bara nóg til að það sé pirrandi stundum)
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.