Ég er tæplega sautján ára gítarleikari úr Hafnarfirðinum og væri til í að komast í nálæga hljómsveit. Ég er ekki með húsnæði en get reddað söngkerfi(engin mic) ef þess þarf. Ég vil helst einbeita mér að frumsömdu efni en það er ávallt gaman að covera eitthvað. Er kominn með einhver lög, sem sagt hljómar/riff en engir textar og lítið af laglínum.
Tónlistarstefna er uuuh… Rokk, blús, grunge, britpop og jafnvel smá fönk.
Ég hlusta m.a. á Hendrix, The Beatles, Led Zeppelin, Soundgarden, Oasis, Radiohead, The Stone Roses, Pearl Jam, Deep Purple, The Smiths, The White Stripes o.fl.
Græjurnar eru G&L Legacy og Orange Rocker 30 lampacombo. Er síðan með Ibanez ARC 100 gítar(Mjög LP-legur, fínn en þarf luthier yfirfærslu) og nokkur traðkbox.
Takk fyrir.
“Casual Prince?”