Sælir strákar. Mig langar að deila með ykkur smá sögu um gítar sem ég hef átt frá 1981-2. Vonandi hafið þið gaman af. Þetta er Les Paul týpa sem ég hélt á sínum tíma að væri Japan eftirlíking. Ég bjó á sínum tíma fyrir vestan og var mér bent á þennan grip sem hafði verið settur í pant fyrir flugfari til Reykjavíkur en aldrei sóttur. Ég var að byrja að spila með local bandinu þarna svo ég sló til. Ég sá að skipt hafði verið um um pickupinn í bridginu, tvöfaldur DiMarcio, en Humbucker við neck. Fanta gott var að spila á hann, hálsinn algjör klassi. Ég var alveg gáttaður á hvað Japsa helvítin voru góðar eftirhermur. Jæja, gítarinn hefur alltaf fylgt mér þrátt fyrir stutta viðveru í hljómsveita bransanum. Um daginn ákvað ég að rífa allt gumsið úr honum, því ég uppgötvaði mér til skelfingar að sprunga var komin í hálsinn, rétt fyrir neðan hausinn. Einnig er plast inlay sem er eftir endilöngum hálsinum við böndin, brotið. Ætlaði að henda bodýinu. Hætti snarlega við þegar ég sá að það var þessi fíni harðviður í því. Einnig varð mér starsýnt á klukkulagaða plastið á hálsinum. Ég var nýbúinn að lesa viðvaranir frá Gibson um eftirlíkingar. Þar bentu þeir á að einungis 2 skrúfur væru í orginalnum. Þannig er það á þessum. Ég ákvað þá að kanna hvort eitthvað væri til um þennan grip á netinu. Googlaði CMI nafni gítarsins inn og fékk strax upplýsingar. Jú sjáði til, CMI átti og stjórnaði Gibson verksmiðjunum í denn. CMI stendur fyrir Chicago Musical Industries. Þegar Gibson var að full þróa Les Paulinn, framleiddu þeir copyur á viðráðanlegu verði sem urðu mjög vinsælar. Þessi skratti er afsprengi þessarar framleiðslu,1970ogeitthvað módel held ég. Það bendir því til þess að ég sé með USA framleidda Les Paul týpu í höndunum. Nú verð ég að hafa samband við Gunnar Örn og láta hann taka út gripinn. Ef það setur mig ekki á hausinn, mun ég að sjálfsögðu láta hann laga kvikindið. Ég mun verða netsambandslaus yfir helgina svo ekki vænta svara við spurningum fyrr en á sunnudagskveldið. Bið að heilsa. félagar.