Ég vildi bara minna á græjuperrann sem er á morgun!

Ef þið ætlið að koma með hljóðfæri eða aðrar tólistartengdar
græjur til að sýna, selja eða skipta, sedið okkur mail á hitthusid@hitthusid.is

"Græjuperrinn, hljóðfæra- og effekta markaður Hins Hússins, verður haldinn aftur í Austurbæjarbíói þann 14. júlí vegna ótal áskorana.

******

Á græjuperranum gefst áhugasömum tækifæri á að skoða og sýna græjur tengdar hljóðfærum eða hljóðfærin sjálf.
Magnarar verða á staðnum svo hægt verður að prófa græjur og spá og spekúlera áður en keypt, skipt eða selt er.

Einstakt tækifæri til að uppfæra safnið eða mynda sér skoðanir áður en lagt er út í frekari fjárfestingar í hljóðfæraheiminum.


Ef þú hefur áhuga á að koma með græjur til að sýna (gítarar, bassar, hljómborð, trommur, effectar, magnarar o.s.frv.) endilega sendu tölvupóst á hitthusid@hitthusid.is

ATH við hvetjum alla áhugasama um að koma og prófa og leyfa öðrum að prófa sínar græjur, engin þörf er á að kaupa eða selja frekar en fólk vill.

Eftir að allir eru búnir að skemmta sér yfir græjum milli 17-19 þá hefjast tónleikar í salnum í Austurbæjarbíó þar sem hljómsveitirnar Sykur, Bob og Coral spila!

http://www.myspace.com/bobisnow

http://www.myspace.com/sykurtheband

http://www.myspace.com/coralspace


Til gamans má geta að Austurbæjarbíó státar nú af hljóðkerfinu sem notað er á stóra sviðinu hjá Arnarhól á 17.júní, vægast sagt glæsilegt!"

Bætt við 13. júlí 2009 - 09:36
Eventið á facebook: http://www.facebook.com/event.php?eid=109815979574&ref=ts