Djöfull er ég sammála þér þarna, leyfi hinum bara að sjá um þetta
útilegu/þjóðhátíðar dæmi. Enda kann ég engin svona partýlög og hef alldrei viljað læra þau.
Svo endrum og eins lendir maður í partýi, þar sem fólk veit að maður spilar á gítar og nöldrar og nöldrar í manni að taka gítarinn og spila eitthvað, þó svo að ég segjist vita að þau munu ekki fíla það sem ég hef fram að færa… Svo fer maður bara eitthvað að improvisera, blúsa eða eitthvað sem maður gerir alltaf venjulega….. og viti menn, þá heldur það áfram að nöldra út af því að maður er ekki að spila einhver partýlög, sem ég var búinn að margtyggja ofan í þau, að ég kynni ekki!! klikkað lið! ….og svo náttúrulega smassa ég alltaf gítarnum í andlitið á þeim sem segir, “kanntu ekki eitthvað með Sálinni?” Good times:)
Btw, svo tekur það líka alltof mikinn tíma frá drykkjunni, að vera fastur á gítarnum allt kvöldið ;)
"To me a guitar is a guitar and they need to be played. Not be in museums or treated like holy relics." ~Joe Bonamassa~