Búinn að vera að vinna í slatta af stöffi núna í sumar. Hefur ekki gengið alltof hratt vegna þess að nokkrir byrgjar hafa brugðist og ég hef verið í vandræðum með að gera góð rásaborð (er að reyna að nota toner transfer, en það er ekki að virka alveg nógu vel… er með eitt borð í bleyti nákvæmlega núna, að leysa upp pappírinn, vona að það komi vel út :))
Er aðallega að vinna í þessum:
http://www3.hi.is/~voe1/Posted/render-big.jpg3 channels, allt solid state, en ekki blekkjast þetta er enginn normal SS magnari! :) þetta er concept fyrir vöru sem mig langar að taka lengra og hugsanlega setja á markað þegar ég klára námið mitt (á 3. ári í rafmagnsverkfræði í HÍ). búinn að smíða skelina sjálfa og sníða út faceplate úr stáli, bara að bíða eftir drasli frá Tælandi til að klára smíðina.
… á meðan ég beið eftir því þá fékk ég stóra sendingu frá Small Bear, 6 enclosures og ég ætla að fylla þau öll á næstu vikum. Fyrsta projectið er Shredmaster (í vinnslu núna), en eftir á að fylgja:
Big muff
Brown Sound in a Box
DIEFET
Fuzz Factory
Distortus Maximus
Randall RG100 formagnari
svo á ég Tubescreamer sem ég smíðaði í vetur, fyrsti effectinn sem ég gerði og ég nota hann daglega, æðislegt tæki :)
endilega tékkið á
http://www.diystompboxes.com/smfforum/Þetta er æðislegt forum sem hjálpaði mér mikið, mikið af amateurs og ekkert að því að spurja einfaldra spurninga (og ég geri mitt besta til að svara fólkinu þarna líka, gefa til baka það sem það hefur gefið mér :)
… svo eru teikningar af nánast öllum effektum í heiminum þarna :D
Bætt við 14. júlí 2009 - 15:37 PS: Fyrir þá sem vilja byrja að smíða mæli ég bara með multi-face:
http://www.runoffgroove.com/multiface.htmlFuzz face með fullt af hugmyndum fyrir mods.
Svo er Tubescreamerinn frekar þægilegur og hægt að finna mikið af upplýsingum hér:
http://www.geofex.com/Article_Folders/TStech/tsxfram.htmÉg smíðaði “Son of Screamer” á sínum tíma, svoltið breytt útgáfa, einfaldari, en sama gamla soundið.