Vinur minn moddaði minn Grunge pedala fyrir mig, breytti því eitthvað yfir hvaða tíðnisvið tónstillarnir virkuðu, eftir breytinguna var þetta helvíti fínn pedali.
Ég held að hann hafi bara prófað sig áfram með einhverja íhluti þangað til hann fann eitthvað sem virkaði, ég hafði verið svona hársbreidd frá því að henda þessum pedala áður en hann breytti honum, óbreyttir eru þetta nánast gagnslausar græjur.
Ég vísa stundum fólki á þennann vin minn þegar það er með einhverja alvöru eldgamla lampamagnara eða slíkt sem það vantar að láta laga en ég hugsa að það myndi kosta þig meira en þú borgaðir fyrir þennann pedala að láta breyta honum, ég myndi bara nota þennann pedala í það sama og ég notaði minn í áður en honum var breytt, ég notaði minn semsagt bara til að halda hurðinni á æfingarplássinu mínu frá því að falla að stöfum.
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.