Sándtjekk er tónleikaröð á vegum Austurbæjarbíós – Húss Unga Fólksins, sem mun fara fram á hverjum þriðjudegi út sumarið 2009.

Hugmyndin er sú að hér fái hinir ungu og upprennandi tónlistarmenn tækifæri til að koma sjálfum sér á framfæri á sínum eigin forsendum.

Aðstaðan er stóri salur Austurbæjarbíós og getur hver sem er komið og fengið að spreyta sig, óháð tónlistarstefnu og reynslu. Húsið hefur aðgengi að einu af bestu hljóðkerfum landsins og höfum við hljóðmenn á okkar snærum.

Magnarar og trommusett eru til staðar og því þurfa hljóðfæraleikarar í græjuvandræðum ekki að kvíða fyrir, en ekki spillir fyrir að koma með sínar eigin snúrur.

Fyrir þá sem hafa áhuga á að spreyta sig er um að gera að hafa samband.

Nánari upplýsingar um aðstöðu, græjur og almennar umsóknir um að spila er hægt að vitja í okkur;

S: 6186600 (Fá samband við Hauk, Krulla eða Jón)
sandtjekk@frumkvaedi.is
http://www.austurbaejarbio.is