Kauptu þér gott hljóðfæri, ekki einhvern Bónusgítar, taktu stórann sveig framhjá hljóðfæraversluninni Gítarnum.
Fender deluxe players strat er samt alveg rándýr andskoti er það ekki? Það er kannski óþarfi að fara alveg svo hátt í verði með fyrsta gítar.
Ég mæli með notuðum Epiphone SG eða Les Paul, þeir hafa verið að fara á klink hérna á huga, svo má alltaf hressa upp á þá seinna með nýjum pickuppum ef þurfa þykir.
Þú átt að geta fengið eitthvað sem er alveg rúmlega nothæft fyrir 50 þús eða minna.
Ekki einusinni íhuga einhverja Appolo gítara, ég prófaði einn svoleiðis einusinni í gítarnum, böndin á hálsinum voru svo illa frágengin að það hefði verið hægt að skera ost með þeim og þegar ég prófaði að nota sveifina heyrðist brak og ég sá sprungu myndast á gítarbúknum..
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.