Milliheitir pickuppar eru mun frekar málið finnst mér, ég setti einusinni Seymour Duncan Hot Rails í Stratocaster eftirlíkingu og það var alveg út í hött, hann var svo stjórnlaus að ég gat ekki notað hann svo vel væri, mölvaði helvítis gítarinn í reiðikasti á fyrstu tónleikum sem ég notaði hann á.
Og því til sönnunar fylgja hér tónleikadómar, hljómsveitin hét Graupan og ég var gaurinn sem snappaði.
http://www.hardkjarni.com/efni/article.php?id=48Bætt við 7. júlí 2009 - 07:40 Og nei, Epiphone með skárri pickuppum mun ekki hljóma eins og Gibson Les Paul, hann mun kannski fara langleiðina í að hljóma eins og slæmur Gibson Les Paul sem slapp óvart óyfirfarinn gegnum gæðaeftirlitið hjá Gibson af því starfsmaðurinn í gæðaeftirlitinu fór í kaffi.