Það er svo sem framkvæmanlegt hugsa ég, en hef ekki heyrt um það.. Warmoth voru hér í den með einhverja “scale conversion” hálsa í gítar allavega, eiga eflaust eitthvða fyrir bassa án þess að ég þori að fullyrða. Sennilega er þetta þó svo mikið vesen (aðallega af því þetta er svo sjaldgæft) að það borgar sig frekar fyrir þig að selja bassann sem þú ert með og kaupa nýjan short-scale bassa..
Öðruvísi strengi í styttri skala, það er smekksatriði, þarft aðeins þykkari strengi til að ná sömu spennu, en mér finnst það voða litlu breyta á gítar, þekki það ekki á bassa.. finn meiri mun á hvað ég þarf að teygja fingurna :P
Með böndin, þá er það mjög einföld eðlisfræði að það þarf að vera styttra milli banda, því áttundin á hálsinum er alltaf akkúrat á miðri vegalengdinni frá brú að hnetu, og aðrar nótur í hlutfalli þar á milli.