Græjuperrinn, hljóðfæra- og effekta markaður Hins Hússins, verður haldinn aftur í Austurbæjarbíói þann 14. júlí vegna ótal áskorana.

Á græjuperranum gefst áhugasömum tækifæri á að skoða og sýna græjur tengdar hljóðfærum eða hljóðfærin sjálf.
Magnarar verða á staðnum svo hægt verður að prófa græjur og spá og spekúlera áður en keypt, skipt eða selt er.

Einstakt tækifæri til að uppfæra safnið eða mynda sér skoðanir áður en lagt er út í frekari fjárfestingar í hljóðfæraheiminum.


Ef þú hefur áhuga á að koma með græjur til að sýna (gítarar, bassar, hljómborð, trommur, effectar, magnarar o.s.frv.) endilega sendu tölvupóst á hitthusid@hitthusid.is

ATH við hvetjum alla áhugasama um að koma og prófa og leyfa öðrum að prófa sínar græjur, engin þörf er á að kaupa eða selja frekar en fólk vill.

Bætt við 2. júlí 2009 - 10:14
Eventið á Facebook: http://www.facebook.com/event.php?eid=109815979574&ref=ts