Góðan daginn.
Ég er að selja gítarinn minn, erfitt, en ég hef bara engin not fyrir hann lengur.
Þetta er semsagt rauðleitur Fernandes Ravelle Elite limited með Seymor Duncan JB og sustainer pickup sem er mjög skemmtilegur. Hlynur í toppnum og mahóní í body-inu. 22-banda háls með rósviði. Mjög gott sánd úr þessum gítar, geðveikt að spila á hann og hann lúkkar mjög vel.
Þessi litur er limited útgáfa, ekki til margir svona á litinn, veit ekki hvort það sé til annar eins á Íslandi.
Fylgir með honum hard case sem er sérsniðið að þessum gítar. Fylgir líka með cool pickguard sem er hægt að setja á hann, það er eins og Dave Kushner er alltaf með á sínum gítar.
Gítarinn er mjög vel farinn, þríf hann alltaf reglulega og það sér ekki á honum. Búinn að nota hann aðallega í stúdíó vinnslu og hann er að virka mjög vel þar.
Er að hugsa um eitthvað á bilinu 90-100 þús fyrir hann, en öll boð vel þegin.
Hafa samband á einar@muninn.is
Hérna eru 2 myndir sem ég tók á gítarnum:
Mynd 1
Mynd 2
Pickguard