Vox bassi???
ég man fyrir svona aðeins meira en ári síðan var ég fyrst farinn að spá í bössum, og var í tónlistabúðum útí bretlandi að skoða. Svo sé ég þennan líka ótrúlega fallega bassa, og ákveð á staðnum að mig langaði í NÁKVÆMLEGA ÞENNAN! Hann hét Vox Whiteshadow og þetta var búð sem seldi notuð hljóðfæri, þannig að þetta var eini svona bassinn á staðnum. Svo dreg ég pabba í búðina og bið hann um að lána mér fyrir honum, en hann segir að ég þurfi að vinna mér inn fyrir honum, þannig að ég vinn allt sumarið, og þegar ég á loksins nóg fyrir bassanum sem kostaði 200 pund, þá var hann seldur. Svo að ég leita og leita á netinu, skoða síðuna hjá Vox marg oft og búinn að googla þetta og allt hvað eina, en ekki finn ég bassan. Kannast einhver við Vox Whiteshadow, eða er ég bara svona ruglaður???