Ég var einusinni að spila slædgítar á tónleikum og mér tókst að lemja slædinu sem var úr gleri það fast í fingraborðið á gítarnum að það brotnaði og hendin mín skarst frekar illa, ég var reyndar það fullur og dofinn að ég gat klárað tónleikana þó fossblæddi úr hendinni minni.
Einusinni fór ég í blackout af spennu á tónleikum, ég hafði ekki sofið í tvo daga og þegar ég kom upp á sviðið þá bara slökknaði á mér einhvernveginn, ég var allsgáður og hvaðeina en þegar ég rankaði við mér akkúrat þegar bandið mitt var að klára prógrammið sitt þá var ég ber að ofan og var langt kominn með að klæða mig úr buxunum líka, það er til myndband af þessu.. Úff!!
Ég fór einusinni á Passíussálmatónleika með Megasi í Austurbæ, ég sat á fremsta bekk fyrir miðju og stúturinn á reykvélinni var beint fyrir framan mig, þegar reykvélin fór í gang í svona þriðja lagi eða svo þá blindaðist ég og hóstaði eins og geðsjúklingur restina af tónleikunum, stuð eða þannig.
Mesti viðbjóður allra tíma voru samt tónleikar sem ég fór á með hljómsveitinni The Swans árið 1980 og eitthvað í MH, Swans voru geðveikislega hávær hljómsveit og þeir voru með allt hljóðkerfi reykjavíkurborgar sem var þá 100.000 vött inni í hátíðarsal MH sem rúmaði ca 500 manns, enn og aftur sat ég á fremsta bekk fyrir miðju og hávaðinn var svo mikill að ég þurfti bókstaflega að anda í takt við bassann, til að bæta svo gráu ofaná svart þá stóð söngvari The Swans beint fyrir framan mig ber að ofan og flösuþeytti, ég fékk nokkrar vel útilátnar slettur af svita frá honum beint uppí mig, það var virkilega jökkí.
Endilega deilið nú mestu ógeðssögunum ykkar hér með okkur.
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.