Það sem ég geri ef ég þarf að ná virkilega brútal vókalsándi er að halda með báðum höndum utanum hausinn á hljóðnemanum eins og ég haldi á eggi og öskra á milli þumalfingranna minna, setja semsagt varirnar milli þumalfingranna og öskra, það myndast alveg hryllilega feitt sánd við það.
Fleiri brútal trikk eru tildæmis að tengja mækinn í lítinn gítarmagnara og taka upp “sönginn” frá hátalaranum í magnaranum eða að nota hljóðnema sem eru ætlaðir fyrir eitthvað allt annað en söng tildæmis munnhörpumæka.
Annað helvíti fínt trikk er að troða hljóðnemanum inn í pappahólkinn innan úr eldhúsrúllu, það þarf bara að vera hausinn á mæknum inn í hólknum og svo syngurðu inn í hinn endann, pappahólkurinn filterar burtu ákveðnar tíðnir og gefur virkilega spes karakter, eins er hægt að nota svona hljóðnema í pappahólk til að taka upp gítara eða bara hvað sem þér dettur í hug, þegar ég er búinn að mixa og útsetja trommur í tölvunni minni þá tek ég þær stundum upp með því að setja mæk í pappahólk beint á mónitorinn og taka upp eina rás með öllum trommunum filteruðum svona, þetta er helvíti fínt sánd fyrir tildæmis breik í lögum.
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.