Samhæfing á milli hægri og vinstri handar er MJÖG mikilvæg. Verður að æfa lick, skala, æfingar eða hvað sem þú ert að gera hægt til að byrja með og ganga úr skugga um að þú sért aðeins að slá þær nótur sem eiga að heyrast og engar aðrar og að þær nótur sem þú spilar hljómi tærar og fallegar.
Ekki æfa þig með mikið af distortion á magnararum, helst bara clean sánd. Distortion hylur öll mistök sem þú gerir en ef þú spilar með clean sánd þá heyrirðu öll mistök sem þú gerir. Getur verið böggandi að spila með clean sánd fyrst því maður fer að taka eftir fullt af villum en þá verður maður bara að taka sig til og laga það.
Æfðu þessa skala eins og áður var sagt, farðu í Pentatonic/blús skalana. Lærðu öll 5 pentatonic “boxin” og æfðu þig að spila hvert á eftir öðru upp hálsinn og aftur niður. Sömuleiðis með að læra t.d. að minnsta kosti eina fingrasettningu af moll skalanum og dúr skalanum.
Getur síðan bætt við þig “3 note per string” skölum… segir sig nokkuð sjálft, allavega er það mikið notað í rokk gítarleik til að færa sig ofar á hálsinum.
Og eflaust mikilvægast af öllu að læra sóló! Maður græðir helling af því að hlusta á uppáhaldsgítarleikarana sína og pikka upp sólóin þeirra. Ég myndi mæla með að pikka allt upp eftir eyra en sumir treysta sér ekki í það, sérstaklega ekki fyrst. En það er til ótrúlega mikið af efni á netinu þar sem þú getur fundið sólóin á tabi.
Þannig að til að draga saman:
- Æfa samhæfingu (byrja hægt)
- Helst clean sánd
- Læra helstu skala (pentatonic/blús, dúr og moll)
- Læra sóló!