Vegna erfiðra aðstæðna fjárhagslega hef ég ákveðið að setja þessa gersemi upp til sölu. Um ræðir semsagt einn af gömlu 80's “Red Knob” Fenderunum. Magnarinn er tranistor en hefur alveg sérstaka hljóðeiginleika og alveg einstaklega þykkt og kremað sound. Magnararnir voru framleiddir í Bandaríkjunum.
Þetta er sem sagt 85watta, verulega hávært lítið kvikyndi. Mjög léttur og meðfærilegur og hef ég oftar en ekki kosið að fara með þennan á tónleika frekar en Hiwatt stæðuna mína einungis vegna þess hve auðvelt er að ferðast með hann og útaf því hversu vel hann hljómar.
En fyrir þá sem þekkja ekki þennan magnara þá er þetta sá hinn sami og Johnny Greenwood hefur keyrt samhliða Voxinum sínum. Ég hef ekki séð mikið af þessum mögnurum í umferð seinustu árin og þeir farnir að vera sjaldgæfari með árunum.
Magnarinn er í óaðfinnanlegu ástandi fyrir utan annað inputið á honum á það einstaka sinnum til að vera með leiðindi (óhreinindi og slíkt) en ekkert sem hefur verið til vandræða.
Ég veit ég mun sjá herfilega eftir þessum magnara en desperate times call for desperate measures.
Þannig ég vona að það sé einhver þarna úti tilbúinn til þess að taka við honum og veita honum gott heimili.
Review:
http://reviews.harmony-central.com/reviews/Guitar+Amp/product/Fender/Deluxe+85/10/1
Mynd af samskonar magnara:
http://media.photobucket.com/image/fender%20deluxe%2085/mb00005/IMG_0020.jpg
Ég hafði hugsað mér að setja verðmiðann á honum einhversstaðar við 25-30þ. Þeir sem hafa áhuga skjóti á mig sanngjörnu verðtilboði. Er staðsettur á höfuðborgarsvæðinu.