Ef hann er í góðu standi, þá ætti það heldur ekki að skipta máli hvort hann keypti hann 2007 eða 2009, verðið er samt gott miðað við hvað þeir kosta nýir í dag ..
Gleymum því ekki að árið 1981 var gengið stillt af þannig að íslenska krónan var jöfn þeirri dönsku, svo í mjög einfölduðum útreikningi má hæglega gera ráð fyrir því að 200.000 króna græja á núvirði hefði kostað um 10 þúsund þá. Efast um að nokkur maður færi að selja '81 Gibson Les Paul á 5000kall bara af því hann kostaði 10 nýr. Kreppan smitast út í verðlag á notuðum vörum líka, í það minnsta á hlutum eins og þessum sem ekki eru dæmdir til að skemmast með notkun.