Ég held að Eric Johnson sándið sé bara dunlop fuzzface og analog/tapedelay.
Ertu með gítar með single coil pickuppum? Ef ekki þá muntu sennilega ekki ná Clapton eða Eric Johnson sándi.
Mín skoðun er að þú munir ekki ná karakternum sem þú ert að sækjast eftir með Boss pedölum, þeir eru ágætir til síns brúks en ég efast um að Clapton, Eric Johnson eða td Stevie Ray Vaughan hafi verið með Boss pedala í keðjunni hjá sér.
Ibanez Tubescreamer er nokkuð skemmtilegt overdrive, ég á klón af svoleiðis pedala frá Byjang sem er helvíti góður og kostaði lítið, ég veit að það eru til tubescreamer klón frá Maxon í Tónastöðinni og ég sá tubescreamer í Hljóðfærahúsinu sem var sett 39.000 kall á sem er nottla út í hött fyrir járndós með nokkrum transistorum.
Tékkaðu á fuzzface pedölum, það var til einhver Hendrix Fuzzface í Hljóðfærahúsinu fyrir stuttu, mér minnir að þeir hafi verið í kringum 15.000 kallinn, prófaðu svoleiðis með gítarnum þínum, ekki einhverjum gítar sem þú færð lánaðann í búðinni því fuzzface pedalar hljóma rosalega mismunandi eftir því hvaða gítar er tengdur í þá.
Prófaðu líka Big Muff pedala í tónastöðinni, þeir eru ekkert gríðarlega dýrir og sumir vilja helst ekki nota neitt annað.
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.