Trommuskinn
Ég ætla loksins að splæsa í ný skinn á settið og var að pæla hver reynsla manna sé af hvaða skinnum, með hverju þeir mæli og með hverju þeir mæli ekki. Hverjir hafa prufað bæði Remo og Evans og hvort var betra og af hverju. Ég er að leita eftir öflugu hljóði í tom tom og floor tom sem deyr ekki alveg strax, í snerilinn vil ég svona crack hljóð sem er með lítið af yfirtónum en er samt öflugt og á bassatrommuna bara eitthvað skemmtilegt sem passar í rokk og þungamálm.