Ég hef notað svona nokkrum sinnum með sE Gemini hljóðnemanum mínum og ég heyri nánast engann mun í upptökunum hvort þetta sé í notkun eða ekki, þetta gæti mögulega nýtst eitthvað til að skerma hljóðnema frá öðrum hljóðfærum í læv stúdíó upptökur á lágum styrkleika en í heimastúdíó er þetta eiginlega alveg tilgangslaust nema að það séu td vatnslagnir eða eitthvað álíka í stúdíóinu sem þú þarft að hlífa mæknum fyrir suðinu frá.
Bætt við 2. júní 2009 - 21:11
Ef þú ert með heimastúdíó þá gætir þú farið í Þ Þorgrímsson og keypt stúdíósvamp fyrir kannski 5000 kall og sett í eitthvað hornið á stúdíóinu þínu og haft hljóðnemann í því horni, þá ertu að fá sömu útkomu og ef þú værir með svona filter fyrir töluvert minni peninga, bara hugmynd..
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.