Mín tilfinning eftir að hafa átt nokkra Stratocastera er sú að það sé alveg kjánalega lítill eiginlegur gæðamunur á amerískum Strat og mörgum hræódýrum eftirlíkingum, ef gítarinn er sæmilega settur saman þá er munurinn aðallega í pickuppunum og það er alltaf hægt að hressa upp á ódýrari gítar með betri pickuppum.
Tradition gítararnir sem fást í tónastöðinni eru tildæmis nokkuð fínir og kosta kannski fjórðunginn af því sem amerískur standard stratocaster kostar, svo má alltaf henda setti af seymour duncan antiquities pickuppum í þá og þá ertu jafnvel kominn með betri græju heldur en amerískann stratocaster fyrir klink nema að það stendur semsagt ekki Fender á hausnum.
Ég átti Tradition Telecaster og amerískann Fender Telecaster, verðmunurinn milli þessara tveggja gítara var amk 100.000 kall, tradition telecasterinn gjörsamlega reykspólaði yfir þann ameríska, ég þurfti reyndar að eyða 15.000 kalli í að láta fínstilla traditiongítarinn af fagmanni en eftir það var hann alveg frábær.
Fyrir einhverjum slatta af árum hefði maður getað keypt amerískann standard stratocaster vitandi að maður væri að fá gæði en núna eru Fender með eitthvað custom shop dæmi í gangi þar sem þeir eyða meiri tíma og vinnu í alveg rándýra gítara og þar liggja sennilega gæðin, standard stratinn er bara orðinn 150 þúsund krónu færibandagítar sem er tiltölulega sambærilegur að gæðum og 40 þúsund krónu eftirlíkingar, það er mín tilfinning allavega þó örugglega sé fullt af fólki hérna ósammála mér.
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.