Transistormagnarar eru mun ódýrari í framleiðslu (og þar með ódýrari í búðunum), notendavænni (þarf ekki að pæla í að skipta um lampa og setja á standby og eitthvað) og svo eru þeir mun öflugri hlutfallslega miðað við hvað þeir nota mikið afl miðað við lampamagnara.
Kannski sánda lamparnir betur en ef það væru bara seldir lampamagnarar ætti engin efni á að vera byrjandi á gítar magnararnir væru svo dýrir ;-)
Reyndar hugsa ég að digital kubbarnir í effekta séu svipaðir í kostnaði og analog kubbarnir en málið er að þú getur aldrei búið til pedal eins og line 6 DL-4 með analog kubbum nema hann sé á stærð við svona meðal borðtölvu.. hugsa að það sé ástæðan fyrir því að þeir eru notaðir, bara einfaldlega notkunargildið.
-Bex