Ég er að selja Vinn minn vegna þess að ég ætla að reyna að eignast gítarmagnara sem ég hef að öðrum kosti enganveginn efni á að kaupa.

Þetta er dökkbrúnn Gibson faded V í mjúkri Gibson tösku/poka, það er GFS Mean 90 P90 pickupp við hálsinn og upprunalegi 500T bridge humbuckerinn er á sínum stað, orgínal neck humbuckerinn fylgir með ef einhver vill frekar nota hann.

Ég er líka að selja Fender lampareverb, þetta er semsagt gormareverb með 3 lömpum sem hljómar alveg kreisí í tildæmis surftónlist og ef það er ekki reverb í magnaranum þínum þá er þetta algjörlega græjan fyrir þig, seldu reverbpedalann þinn og kauptu þetta, magnarinn þinn verður endalaust þakklátur!

Þetta er svona reverb.
http://www.fender.com/products//search.php?partno=0217500000

Og hér er vídeó af alveg fáránlegum gaur að útskýra græjuna
http://www.youtube.com/watch?v=uSHGeOD8HGQ&feature=related

Ég á ekki mynd af gítarnum en hann og reverbið eru í umboðssölu niðrí Rín, það er sett 130 á gítarinn og 60 á reverbið, það eru verðin sem þeir hjá Rín vildu setja á græjurnar (svona reverb kostar yfir 90 þúsund hjá Musicians Friend miðað við stöðu dollarans núna og þá er ekki búið að reikna á það vsk, frakt og vörugjöld)

Ég væri örugglega fáanlegur til að slá eitthvað af þessum verðum ef ykkur líst á græjurnar, hafið þá bara samband og látið mig vita hvað þið séuð tilbúnir að borga.
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.