Hér er ég með til sölu Korg Concert EC320 88 nótna rafmagnspíanó. Það er með:
-viktuðum nótum
-6 mismunandi hljómum (2 píanó, rafmagnspíanó, harpsicord, strengir og kirkjuorgel) sem allir hljóma mjög vel og áberandi sannfærandi og vel heppnaðir strengir,
-upptökumöguleika
-18 eða 24 demo sem lagið getur spilað (man ekki nákvæmlega töluna í augnablikinu
-hægt að stilla ýmis atriði í hljómnum
-taktmæli
-2 jack output
-sömu 3 pedalar og eru á venjulegum píanóum
-niðurfellanlegt nótnastatíf
-transpose
og fleira og fleira
Það sér ekki á píanóinu og allir bæklingar og blöð sem komu með því seljast með píanóinu. Það er í ljósum viðarlit með svart stjórnborð og svart neðst á fótunum og gylltum pedulum. Á pedulunum eru núna hálfgagnsæ hvít hlífðarplöst sem hafa aldrei verið tekin af. Þetta píanó hefur aðeins verið notað af þroskuðum einstaklingum sem æfingapíanó heima í stofu og hefur aldrei verið notað “live”. Mjög gott píanó og góð kaup bæði fyrir byrjendur á píanó sem og lengra komna tónlistarmenn. Hentar vel fyrir þá sem þurfa að hafa píanó með sér á gig, stór eða smá, og þá sem vantar píanó en hafa ekki veggpláss fyrir stóru upright píanóin eða hreinlega nenna ekki veseninu sem fylgir því að flytja þau heim og þurfa að kaupa stillingu fyrir þau á 1 til 2ja ára fresti.
Sambærileg píanó kosta um 250-300 þús í dag. Þetta er falt á 180 þús en þó má reyna að semja um eitthvað. Eins og áður segir sér ekki á píanóinu og allir bæklingar og blöð fylgja með. Píanóið er á norðurlandi svo að fyrir fólk langt frá eyjafyrði bætist við sendingarkostnaður en hægt er að semja um það að sækja píanóið eða þá að ég keyri það ef fólk býr nálægt.
Nánari upplýsingar og myndir í hans@stjaron.is eða hansfridrik@simnet.