Jæja aðal bandið mitt heitir Black Sheep og við spilum pönkskotið rokk. Hljómsveitin var stofnuð í desember 2005 og hefur bandið þjáðst af miklum mannabreytingum og eru bara tveir eftir úr því upprunarlega setupi. Hljómsveitin er gerð út frá Akranesi og æfum við þar. (erum reyndar í sumarpásu í augnablikinu, þar sem hljómborðsleikarinn verður vestur í Dölum í sumar)
Meðlimir:
Þorgerður Ólafsdóttir: söngur
Tómas Guðmundsson: Gítar og bakraddir
Kristján Ingi Arnarson: Hljómborð og bakraddir
Bergur Líndal Guðnason: Trommur
Bassaleikarinn okkar hætti fyrir skömmu og erum við því að leita að öðrum í hans stað. Þarf sá aðili að vera 19 ára eða eldri, góður á bassa, eiga góðar græjur og hafa mikinn metnað.
Við erum að taka upp okkar fyrstu plötu núna í augnablikinu og má vonandi heyra lög af henni þegar nær dregur hausti.
Myspacið okkar er: www.myspace.com/blacksheepiceland
Endilega segið ykkar skoðun