Gaur , þú ferð ekki að læra á trommur á netinu. Mæli með Tónskóla Sigursveins D. Kristinsonar. Trommukennarinn þar er mikill meistari. Kennir manni öll þau tækniatriði sem maður þarf að kunna. Var hjá honum í mörg ár og hefur reynst mér mjög vel.
Það er bara svo amateur. Það er enginn sem leiðbeinir þér hvort þú sért að gera rétt eða ekki.En kommon, ef þú ætlar að verða eitthvað góður hljóðfæraleikari en ekki einhver áhugamaður þá ferðu ekki á netið. Afhverju helduru að t.d. í fíh kosti árið yfir 100.000?
ég er búinn að vera að spila í tæp 8 ár án þess að fara á námskeið. Það sem ég hef gert er að ég hef bara tekið upp spilamennskuna hjá mér og hlustað eftir villum sjálfur og svo bara æft. Ég er full læs á trommu nótur og ég hef verið að kenna vinum mínum á trommur, þar á meðal einum sem er í trommunámi vegna þess að honum fannst hann ekki vera að fá það sem hann vildi útúr náminu.
Ég held það sé mjög einstaklingsbundið hvort menn geta lært sjálfir eða þurfa kennslu. En flestir sem ég hef spurt segja að þó maður geti lært af myndböndum og svona þá gangi manni miklu hraðar ef maður hefur kennara, og ég er bara nokkuð sammála því.
Getur fundið mörg uppbyggileg ráð á netinu eins og á td youtube. Síðan er auðvitað ekki vittlaust að fá kennslu í basics við trommuleik, þú getur síðan unnið þig frá því! fer allt eftir því hversu metnaðarfullur þú ert.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..