Þetta snýst kannski ekki beinlínis um gæði þannig séð heldur meira sögulegt samhengi og fyrir mér var það leitin að sándinu sem ég hafði fram að því að ég eignaðist Les Paulinn minn verið að leita að í öðrum hljóðfærum.
Það eru nokkur grunnsánd sem gítarleikarar hafa sem viðmið þegar þeir eru að leita sér að hljóðfæri, Fender Stratocaster, Telecaster og Gibson Les Paul eru að mínu mati grunnsándin en sumir hafa aðrar hugmyndir um hvað grunnsándið sé hvort sem það er rickenbacker eða einhver metalsleggja með EMG pickuppum.
Ég var búinn að prófa heilann helling af Gibson Les Paul gítörum yfir margra ára tímabil þangað til ég fann þann sem hentaði mér og hljómaði eins og ég vildi að svoleiðis gítar hljómaði, ég hef átt tvo Fender Stratocastera og hvorugur þeirra var 100% réttur, ég átti líka Fender Telecaster sem hljómaði enganveginn rétt en það skrifaðist held ég á pickuppana sem voru Texas Specials.
Ég er alinn upp á öllu hippadraslinu, Led Zeppelin, Hendrix og svo framvegis og grunnkarakterinn í gítarsándi þess tíma eru óbreyttir Fenderar og Gibsonar, í mínum huga er það rétta gítarsándið og mér finnst flest annað hljóma, tjah, bara ekki eins vel.
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.