Samkvæmt könnuninni hér á /hljóðfæri, sér rúmlega helmingur ykkar/okkar eftir því að hafa ekki byrjað að spila fyrr á hljóðfæri. Þá spyr ég: hvenær byrjaðir þú að spila, og finnst þér það hafa verið of seint?
Persónulega byrjaði ég að spila 13 ára og hefði alveg verið til í að byrja fyrr. Er samt hrædd um að ef ég hefði byrjað fyrr, þá hefði eitthvað annað en bassi orðið fyrir valinu :P
Ég byrjaði 12 ára, ég sé ekkert eftir því að hafa ekki byrjað fyrr en vildi óska þess að ég hefði lent hjá skárri kennara á sínum tíma, allt sem ég kann í dag lærði ég sjálfur, kennararnir sem ég var hjá voru alveg vita gagnslausir.
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.
Ég byrjaði 12 ára að spila á gítar. Sé alls ekki eftir því að hafa ekki byrjað fyrr, en aftur á móti sé ég doldið eftir því að hafa ekki æft mig meira fyrstu 10 árin eða svo. Það var ekki fyrr en fyrir svona 2 árum, að ég fór að taka þetta frekar alvarlega (þá 28 ára). En á þessum tveimur árum er ég búinn að taka hellings stökk hvað varðar spilamennsku og vill ég þakka það að ég var byrjaður að sanka að mér virkilega góðum gítörum og græjum, sem var mikill hvati að því að bæta mig sem gítarleikari.
Ég set stórt saman sem merki á milli vandaðra hljóðfæra og vilja til að bæta sig. Það er bara þannig að virkilega góðir gítarar veita manni ómetanlegann innblástur.
Ég hefði líklegast æft mig miklu meira fyrstu 10 árin, ef ég hefði átt þær græjur sem ég á í dag, þá. (…og kannski ekki verið í eins miklu rugli og ég var þá;)
kv gw
"To me a guitar is a guitar and they need to be played. Not be in museums or treated like holy relics." ~Joe Bonamassa~
Byrjaði að spila fyrst á gítar 13 ára. Og sé ekkert eftir því að hafa ekki byrjaði fyrr. Spilaði á fiðlu reyndar frá 7-15 ára svo það byggði tóneyra og rythmaskilning og svolleis. Og er sjálflærður á gítar þó að pabbi sé gítarkennari! já svona er ég mikill rebell!
Minnir 8 ára á píanóið. Ca. 12 ára á gítarinn held ég.
Einhversstaðar las ég að ef maður byrjaði að læra á hljóðfæri þegar maður væri á kynþroskaskeiðinu þá væri líklegra að maður yrði góður í því. Þ.e. þeir sem byrjuðu eitthvað 12-14 eða eitthvað urðu oft betri en þeir sem byrjuðu mun fyrr. En hvað veit ég!
Ástæðan fyrir því er held ég að þegar krakkar byrja yngri en það á hljóðfæri(píanó til dæmis) er það yfirleitt að spila fyrir foreldrana og nenna þessu varla sjálf og síðan á kynþroskaaldrinum fara þau í gegnum mótþróaskeið og hætta þessu bulli og fara þá á einthvað meira kúl t.d. gítar, bassa eða trommur.
ég man ekki svo langt aftur í tíman að ég geti munað að ég hafi einhverntíman ekki spilað á gítar ég held ég hafi spilað of mikið og ég ætla að halda áfram að því
byrjaði 12 og sé ekki eftir því að hafa ekki byrjað fyrr. Sé hinsvegar eftir því að hafa ekki verið jafn öflugur í að æfa mig og bæta þegar maður var á þeim aldri og maður hefur verið síðastliðin 2-3 á
Burn the Louvre,” the mechanic says, “and wipe your ass with the Mona Lisa. This way at least, God would know our names
byrjaði 8 ára í tónlistarskóla, á gítar. Samt ekki nææstum því jafn góður og ég ætti að vera..Tók auðvitað hellings tima að læra alveg gjörsamlega frá grunni þegar maður var svona lítill, og svo var eg oft latur og svona.
ég byrjaði 13 ára held ég. sé í rauninni ekki eftir því að hafa ekki byrjað seinna byrjað afþví ég byrjaði á nokkuð góðum tíma til að þróa tónlistarsmekk minn með tónlistini. Ef ég hefði byrjað einhverntímann í klassísku námi fyrir löngu hefði ég pottþétt hætt og fengið leið á því eins og öllu sem ég gerði þegr ég var lítill.
Byrjaði 13 að verða 14. Finnst það bara fínt. Ekki eins og ég hefði æft eitthvað mikið stíft fyrir þann aldur.
Bætt við 12. maí 2009 - 23:20 Bendi síðan á það sem Höddi sagði um tónlistarsmekk. Gítarinn mótaði eiginlega tónlistarsmekkinn minn. Ég hafði í rauninni ekki hlustað mikið af tónlist að viti en síðan fór ég að hlusta á Zeppelin og pabbi gaf mér Hendrix safnplötu. Breytti algjörlega lífi mínu.
Byrjaði 7 ára að æfa á klassískan gítar og er mjög ánægður með valið.
Frekar óánægður með þessi 2-3 ár sem komu þarna þar sem maður missti allan áhuga og æfði nánast ekkert og fór þ.a.l. ekkert fram..
Svo sá maður þarna einhverntímann hvað rafmagnsgítar var fáránlega kúl og allt það þannig það var keypt og æft og í dag spila ég á bæði og ætlunin er bara stanslausar framfarir :).
Ég byrjaði 8 ára minnir mig á píanó. Var í grunnskólanum mínum lærandi á blokkflautu sex ára en ég tek það ekki með. Síðan hætti ég seinna meir á píanó, held ég hafi verið í kringum 11 ára þegar ég hætti. Síðan byrjaði ég 12 ára á gítar og hef verið síðan þá. Ég elska gítara en síðan hef ég spilað á trommur í tæpt eitt og hálft ár og mér finnst það jafn skemmtilegt held ég bara.
Ég tromma t.d. í þessum tveimur böndum sem eru í undirskrift.
Byrjaði sjálfur þegar ég var 10 ára, fékk þá kassagítar í jólagjöf og byrjaði að glamra upp úr einhverri bók.
Svo þegar ég var 12 ára fékk ég í afmælisgjöf einhvern byrjenda-rafmangsgítarpakka og byrjaði eitthvað að glamra (það liðu mánuðir þangað til ég fattaði hvað overdrive takkinn gerði). Þá fór ég að byrja að spila mest svona pönk/rock, eiginlega bara power chords og auðveld sóló.
Svo var það ekki fyrren seint síðasta ár að ég fór að spila harðari tónlist + kröfuharðari sóló og slíkt.
Þannig að eftir sit ég 17 ára og vildi, ekki endilega að ég hefði byrjað fyrr, en að ég hefði uppgötvað hard rock/metal fyrr.
Ég byrjaði að æfa rétt eftir fermingu þegar ég fékk fyrsta gítarinn minn og æfði mig þá með einhverju dvd-i með gítarleikaranum í deep purple. En allavega þá sé ég eftir því að hafa ekki farið að æfa á gítarinn fyrr,
Byrjaði að spila á bassa svona 13 ára, sé ekki eftir því þar sem hendurnar mínar hefðu örugglega ekki verið tilbúnar í það firr, en ég spilaði aðeins á horn og flautu þegar ég var lítill.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..