Er með til sölu þennan fína Stratocaster gítar úr Classic línu þeirra Fender manna.

Gítarinn er annaðhvort 2003 eða 2004 módel (er ekki með hann fyrir framan mig til þess að tékka á Serial).

Þetta er ss. 1960´s re-issue og liturinn á honum er Lake Placid Blue.

Gítarinn er mjög vel með farinn og hefur bara fengið góða umönnun hjá manni…

Info frá Fender.com:
http://www.fender.com/products//search.php?partno=0131000302

Á því miður ekki betri mynd af honum nema þessi hópmynd af dótinu sem maður átti fyrir næstum 2 árum:

http://images.hugi.is/hljodfaeri/121085.jpg

Það fylgir með honum Fender Gig-bag og ég held ég sé með alla pappíra sem fylgir normalt með… Ég er reyndar búinn að fjarlægja backplate-ið af en það fylgir með.

Ástæða sölu er að ég er með 2 aðra strat-a og erfitt að gefa þeim öllum athygli. ;)

Er ekki með fasta verðhugmynd, á eftir að verðmeta hann hjá Hljóðfærahúsinu, kem með fast verð eftir að ég er búinn að því… En ekki vera feimin að skjóta á mig tilboðum.

Ég er líka alveg til í að skoða skipti á öðrum gítar… bara endilega bjóða mér eitthvað sniðugt.

Bætt við 10. maí 2009 - 18:10
Nenni ekki að pæla of mikið í verðinu á þessum gítar… Ég er sáttur með 50 þús. kr… þ.e. fer ekki neðar en það… er ekki að selja hann í einhverri peninganauð… vill frekar að hann njóti sín hjá öðrum…