Sem eigandi af Hiwatt magnara og hafa gramsað djúpt ofan í þann heim þá myndi ég beina þér frá því að kaupa þér nýjann Hiwatt magnara.
Það sem framleitt er í dag undir nafninu Hiwatt er ekki það sama Hiwatt og Dave Reeves stofnaði eftir að hann hætti hjá Sound City. Ef þú átt möguleika á því að komast yfir gamlann “early 70's” Hiwatt þá ertu í góðum málum. Þá ertu að fá magnara með Partridge transformerum sem margir vilja meina að sé stór hluti í Hiwatt soundinu.
Ef þú finnur ekki gamlan magnara hér á landi þá bendi ég þér á það að versla þér nýjan Reeves magnara í staðinn eða Audio Brothers magnara. Þessir tveir hafa framleitt bestu Hiwatt cloneana síðan fyrirtækið var selt.
Vona að þetta hjálpi þér eitthvað.