Ætla að selja Þennan forláta Kína Gibson Les Paul custom sem að er búin að fara í góða yfirhalningu.

Það er búið að setja í hann dimarzio Fred í brúnna og Kent Armstrong vintage í hálsinn. Síðan er búið að banda hálsin upp á nýtt, setja nýja hnetu og síðan fór Brooks fimum höndum yfir hann og fínstillti allt sem hægt var að fínstilla.
Útkoman er fínasti gítar sem að lúkkar alveg eins og Les Paul custom og er obboslega fallegur. Búkurinn er gegn heill og það virðist engin geta sagt fyrir víst hvaða viður er í honum, en hann syngur mjög vel - mikið og gott sustain.

Þessi gítar er samt á löngum tíma búinn að kosta mig samt yfir 60 þúsund þegar allt er talið með, en ég ætlast ekki til að fá svo mikið fyrir gítarinn.
Skal reyna að græja myndir ef þhú vilt.

Skjótið á mig tilboðum og ég tek það til athugunar hvort ég taki þeim.

Kv,

Mr Caster.

Bætt við 3. maí 2009 - 21:23
SELDUR.