Ég fann þetta á forum sem ég var að lesa. Þetta er sample pakki með mismunandi uppsetningum á gítarupptökum.

http://www.mediafire.com/?mfdyh10zmbt

Ég ætla að biðja þig um að hlusta á hljóðbútana sem þú finnur þarna (þeir eru þjappaðir saman í eina .rar skrá, nota Winrar til að opna, sjá rarlabs.com). Þú finnur 16 upptökur af 8 “mögnurum”. 7 þeirra eru digital modelling tækni (bæði Line 6 módel og svo ýmis VST plugin), en 2 eru af Mesa Boogie Dual Rectifier.

Hver “magnari” var tekinn upp tvisvar, fyrst var hann keyrður í gegnum alvöru power amp og cabinet (Mesa dual Recto power amp og Mesa Oversize cab), og síðan í gegnum “impulse response”, af sömu uppsetningu.

Hljóðbútarnir eru settir upp þannig að 1 og 2 eru einn magnari eða plugin, þar sem önnur upptakan er með impulse og hin alvöru uppsetning. Síðan koma 3 og 4, 5 og 6, sama mál.

Getur þú sagt mér hvort kemur á undan, alvöru cabinet, power amp og hljóðnemi eða impulse response (digital model), og hvaða klippur eru af alvöru lampamagnara??? :)

Ég pósta svörin eftir nokkra daga, þangað til skuluð þið brjóta heilann um málið :)
Low Profile