Held að það verður meira tekið eftir sérkork en svari á 1. korknum hérna.
Ég er í tveimur böndum; Knights Templar og Fenjar

Knights Templar er hljómsveit sem hefur verið í gangi síðan í nóvember 2004(með einu hléi) en 2 upprunalegir meðlimir eru eftir, en hinir tveir eru í öðrum böndum núna(Melkorka og Comic Call). Við fundum síðan Arnar í mars 2007 og Gauta í október 2008.
Tónlistarstefnan okkar er kölluð Krem-metal sem blanda af þungarokki, rokki og blús.

Meðlimir eru:
Arnar Ásbjörns: Söngur
Ásmundur Svavar: Bassi, kassagítar
Krisján Gauti: Gítar
Jónas Haux: Trommur
Við kepptum í Músiktilraunum í ár(og gítarleikarinn og bassaleikarinn í öðrum böndum líka) en komust ekki áfram.
Myspace

Fenjar var stofnuð í lok 2006 minnir mig af gítarleikurunum Jakobi og Munda. Eftir nokkrar meðlimaskiptingar komust núverandi bassaleikari og trommuleikari, Alex og Jónas, í hljómsveitina í seinni hluta ársins 2007(og ég vil þakka hugi.is fyrir það). Ég mældi með Orra sem ég var þegar með í bandi(Soðin Skinka) og hann gekk í liðs við okkur í janúar 2008. Við misstum síðan Jakob sumarið 2008. Fenjar spila nokkrar gerðir af dauðarokki með miklum melódíum.

Meðlimir eru:
Mundi: Gítar
Orri: Söngur
Alex: Bassi
Jónas Haux: Trommur, textar og bakrödd.
Við höfum reyndar ekki verið að spila síðasta hálft vegna þess að gítarleikarinn er í Svíþjóð en á að koma fljótlega heim.
Við kepptum í Músiktilraunum árið 2008 og komust ekki heldur áfram.
Myspace


Síðan eru hérna upplýsingar um fyrrverandi böndin mín.

Soðin Skinka Var stofnuð af mér, Einari og Orra í byrjun ársins 2006 en hinir meðlimirnir komu fljótlega með. Með smávegis breytingum á meðlimum og hljóðfæraskipun hélst aðaluppröðunin í næstum því ár. Hjörvar hætti síðan en Mangi kom í staðinn á bassa. Hljómsveitin hætti einhverntímann í byrjun 2008 vegna erfiðsleika fyrir nokkra að komast á æfingar og metnaðarleysis. Soðin Skinka spilaði frekar léttan metal sem innihélt growl.

Síðastu meðlimir voru:
Einar Örn: Söngur, stöku sinnum gítar
Hemmi: Rhythm-gítar
Orri: Lead-gítar, growl
Ingi Aspelund: Hljómborð, stöku sinnum söngur
Mangi: Bassi
Jónas Haux: Trommur, textar
Við kepptum í Músiktilraunum árið 2007 og komust áfram en fengum engin verðlaun. Þetta er btw eina bandið sem hefur komið með tónlistarmyndband þegar ég skrifaði þetta sem má sjá hérna.(btw myndbandið er ekki í takti við lagið því við gerðum myndbandið og klipptum það áður en við tókum það upp)
Fyrir þá sem ætla að fara að skíta yfir okkur er það óþarfi. Það hefur oft verið gert á huga.
Myspace
Það getur verið að þetta band verður endurvakið með nýjum meðlimum og nýrri tónlistarstefnu ef það er ennþá metnaður í þeim.

Cradle Stone Var upprunalega stofnuð fyrir tónlistaráfanga í Fjölbrautaskólanum á Vesturlandi á haustönn 2007. Þegar ég var í bandinu komum við tvisvar sinnum fram, en bandið splittaði í byrjun 2008. Marinó endurvak bandið síðan með nýjum meðlimum. Samkvæmt myspacinu spila þeir Southern Rock/Grunge/Acoustic.

Núverandi meðlimir eru:
Marinó: Söngur, gítar
Ástþór: Bassi
Guðbergur: Trommur

Myspace