Þú veist að hljómsveitin heitir Cradlestone, ekki Cradle Stone…Annars tékkaði ég á þessu video ykkar í Soðinni Skinku og fannst það all merkilegt. Hefði verið flottara auðvitað hefði það syncað við, en samt var greinilega töluverð vinna lögð í þetta video.
Vil auk þess bara henda inn mínum böndum hérna fyrst ég er að svara á annað borð =D
Z-9Kassagítarflúbb. Einnig var Dúddi trommari um tíma og tvíburarnir Bjarki og Breki á bassa og söng.
Meðlimir:
Marinó og Ástþór – Kassagítarar og Söngur.
Lúlli Jones & the 70's / White LightningBand sem stofnað var þegar ég var líklega í 7. eða 8. bekk. Breyttum nafninu eftir 2 vikur í White Lightning. Spiluðum á einu giggi, lögin Paranoid eftir Black Sabbath og Knockin' on Heaven's Door eftir Bob Dylan. (Ekkert lík tónlist, bara eh 70's theme í gangi, vildum bæði rokk og rólegt.) Þarna var maður tiltölulega nýbyrjaður að spila.
Meðlimir:
Marinó - Lead Gítar, Söngur
Ástþór – Gítar
Rúnar – Gítar
Dúddi - Trommur
Taz / Afterlife / Ministry of a MindEftir að White Lightning hætti héldum við Ástþór og Dúddi áfram að spila í nokkrar vikur í viðbót þar til að Dúddi hætti. Í staðinn fór Hildur, systir hans að spila með okkur. Þá vorum við farin að spila okkar eigin lög, og nærri engin cover. Tókum til dæmis Enter Sandman eftir Metallica á nokkuð spes hátt. Annars áttum við nokkur lög. Ég á meira að segja einhverja prufu upptöku af lagi sem við gerðum…Sem hljómsveitin Taz kepptum við í grunnskólahæfileikakeppni einu sinni, en þar spilaði Dúddi á hljómborð með okkur. Sem Afterlife spiluðum við á 2 Ungir/Gamlir tónleikum og tókum þátt í annari grunnskólahæfileikakeppni. Line up-ið breyttist á þeim tíma, við höfðum engan bassaleikara, Dúddi hætti skömmu eftir að Hildur tók við trommunum og við fengum 2 bassaleikara til að prófa. Leist á hvorugan, en þó töluvert betur á annan þeirra. Með honum ætluðuðum við að taka þátt í GboB 2006 eða 2007, en það fór forgörðum einhverra hluta vegna. Afterlife tók oft pásur og hætti loks, aðallega vegna þunglyndis og skort á æfingum. Breyttum fyrir það nafninu í Ministry of a Mind.
Meðlimir:
Marinó – Gítar og söngur
Ástþór, Gítar og bakraddir
Hildur – Trommur, hljómborð og bakraddir
Dúddi – Trommur og hljómborð
Live performance af laginu Haze: [youtube]
http://www.youtube.com/watch?v=fCtSkVKRY0g [youtube]
http://www.youtube.com/watch?v=I6j2hVRca9o&feature=relatedMystHljómsveit sem ég kom inní með því að fylla upp í skarðið þegar trommarinn komst ekki á eina æfinguna. Eftir þá æfingu var ég inni og hann úti. Sveitin æfði nokkrum sinnum, en minnisstæðast er þó þegar við rústuðum húsnæðinu hálfpartinn á einni æfingunni með því að spila drukknir…Líftími sveitarinnar varði því miður ekki lengi, aðeins nokkra mánuði og spilaði aðallega coverlög með Alt. Rock sveitum. Foo Fighters, Nirvana og Muse voru þar mjög áberandi.
Meðlimir:
Kamil – Gítar og söngur
Kalli – Bassi
Marinó – Trommur og söngur
CradlestoneStofnuð seint 2007, af Aroni, Gauk og Marinó. Kalli og Jónas komu innan mjög skamms í sveitina og við tókum upp 2 lög, Home og In the Night, það fyrra í “stúdíói“ en hið seinna var tekið upp live á Ungir / Gamlir. Hljómsveitin hætti í byrjun 2008, aðallega vegna þess að meðlimirnir hættu frekar fljótt. Marinó og Aron spiluðu aðeins lengur saman, voru aðallega að semja ný lög eða vinna í efni sem Marinó hafði gert. Kalli kíkti við öðru hverju, og nokkrir trommarar voru prófaðir. Einnig prófaði Kamil nokkrar æfingar sem gítarleikari. Gaukur og Marinó spiluðu 2 lög á kaffihúsakvöldi, en eftir það var hljómsveitin í sjálfu sér hætt. U.þ.b. ári seinna byrjaði Marinó aftur með hljómsveitina, en hún samanstendur nú af honum, Ástþóri og Guzza. Hinn fjölhæfi Símon prófaði einnig sem gítarleikari á þeim tímapunkti, en hætti eftir 2 æfingar.
Meðlimir - Núverandi:
Marinó – Gítar og söngur
Ástþór – Bassi og bakrödd
Guzzi – Trommur
Meðlimir – Fyrrverandi:
Jónas Haux – Trommur
Gaukur – Gítar, munnharpa
Aron – Gítar
Kalli – Bassi
Kamil – Gítar
Símon – Gítar
Heimasíða - www.myspace.com/Cradlestone
[youtube]
http://www.youtube.com/watch?v=HTU_P95e8CY&feature=relatedDeliriumHljómsveit sem gerði 3 lög, tók upp eitt þeirra. Hætti eftir svona mánuð.
Meðlimir:
Marinó – Gítar, söngur, bassi í upptöku
Jobbi – Lead Gítar
Hildur – Trommur
Einar (úr Soðinni Skinku) – Bassi á æfingum
Servants of Silent AgonyHljómsveitin Servants of Silent Agony eða Sósa var stofnuð í enda 2008 af Jobba og Marinó til að spila lög sem þeir höfðu verið að fikta við að semja. Bragi kom fljótt inn sem gítarleikari og Ástþór á bassa. Marinó tók þá að sér trommur og growl, þar sem engan trommara höfðu þeir fundið. Þeir tóku þátt í undankeppni fyrir tónlistarkeppni Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi og komust í gegn. Þegar kom að úrslitakvöldinu var Marinó farinn yfir á gítar og Símon á trommur. Okkur gekk að mínu mati vel að spila, og fengum gott feedback frá Frosta og Mána á x-inu, en lentum ekki í neinu af 3. efstu sætunum í keppninni. Reyndar vann Marinó gítarleikaraverðlaun, sem hann hefur enn ekki fengið að sjá neitt af. Við tókum einnig þátt í GboB, sama kvöld og Agent Fresco spiluðu, spiluðum þar styttar útgáfur af 2 af lögunum okkar. Tókum eitt gigg í Þorpinu, Akranesi þar sem hljómsveitirnar Fenjar, Shogun og þáverandi No Culture spiluðu einnig. Síðan þá höfum við ekki spilað saman sem hljómsveit, en höfum eitthvað jammað saman hinn og þessi. Áttum 4 lög.
Meðlimir:
Marinó – Lead Gítar, growl
Jobbi – Gítar
Bragi – Gítar
Ástþór – Bassi
Símon – Trommur
Heimasíða - www.myspace.com/servanstsofsilentagony
[youtube]
http://www.youtube.com/watch?v=u4bbWu21kQg&feature=related Sound of SeclusionSveit frá Hafnarfirði og Reykjavík, meðal annars Alex bassaleikari í Fenjar. Er frekar nýbyrjaður þar, unnum Hafnarfjarðarkeppnina Hraunrokk, spiluðum á grunnskólahátíð í kjölfarið og svo Músíktilraunir. Tókum nýlega upp tvö lög í Músík og Mótor fyrir Rás 2. Gítarleikarinn Rögnvaldur spilaði líka um tíma.
Meðlimir:
Aui – Gítar og bakrödd
Alex – Bassi
Jói “JóJó Sandnegri Johnson“ – Trommur og undarleg bros
Marinó – Söngur og Growl
Röggi - Gítar
O. D. AvenueFór á eina æfingu hjá þeim þannig þeir eru svona semi. Er ekki viss um hvort ég er inn þar eður ei. Fór sem trommari og bakraddir fylgdu einnig með.
Heimasíða - www.myspace.com/odavenue
Og svo að lokum vil ég henda inn skammarlegri útgáfu af mér að syngja 18 and Life eftir Skid Row og að reyna að taka Dragonforce gítarsóló úr laginu Through the Fire and Flames.
[youtube]
http://www.youtube.com/watch?v=pjJlF9EBfBA&feature=channel[youtube]
http://www.youtube.com/watch?v=5DQWzrJpPj8&feature=channel