Þarf ekkert að vere að strengirnir séu aðal vandamálið. Mér dettur í hug að það gæti verið að böndin á gítar félaga þíns séu stærri (hærri) en þau á þínum gítar. Böndin á Squire gíturunum eru vanalega þunn og lág, ef maður er með stærri bönd sem eru hærri þá nær maður betra taki á strengnum og það auðveldar manni helling að beygja strengina.
Svo hefur þetta líka ýmislegt að gera með puttana á þér ef út í það er farið. Ég meina, Stevie Ray Vaughn var vanalega með .013 strengi og hann náði að beygja strengina til fjandans… Rústaði reyndar fingurgómana sína, en hvað með það :P
Bætt við 1. maí 2009 - 22:40
P.S. þannig að þú ætti að leita þér að gítar sem er með “jumbo” bönd eða “medium jumbo”. Það er vanalega erfiðara að benda á “narrow” bönd eða einhver svipuð.
Svo myndi ég mæla með .010 -.046 strengjum í gítarinn þinn, ekki fara í .009 strax. Fínt að prófa það kannski síðar, alltaf gott að prófa en ég er á þeirri skoðun að þar sem þú ert tiltölulega nýbyrjaður að spila þá þarftu að æfa þig á .010 strengi til að byrja með.
Hér eru allavega mín rök:
Þykkari strengir sánda miklu betur þar sem það er meiri málmur að sveiflast inní segulsviði pickuppanna og meiri kraftur til að fá viðinn í bodyinu til að titra. Auk þess eru þeir ekki eins líklegir til að slitna og það er betra að halda þeim “in tune” eins og maður segir á góðri íslensku, eða þ.e.a.s. bara rétt stilltum.
En það eru auðvitað tvær hliðar á hverjum peningi þannig að það er auðvitað bara álitamál.