Hljómsveitin mín hefur lagt upp laupana og ég er að spá í að selja gítarmagnarann ef einhver hefur áhuga.
Magnarinn er keyptur 2004 og var notaður í tæpt ár, ca. 2 hljómsveitaræfingar í viku. Svo hefur hann verið í geymslu þar til Janúar 2008 og verið notaður til æfinga annað slagið þangað til núna. Hann lítur út eins og nýr, og það er varla rispa á honum, því það hefur lítið verið ferðast með hann á milli staða. Footswitch fylgir að sjálfsögðu með.
Áhugasamir sendið mér póst á: hae@eimskip.is
Magnarinn kostar í Rín í dag ca. 280 þús með aukaboxinu, en það er alltof hátt verð vegna kreppunnar, eðlilegt verð á þessu er ca. 240 - 250 þús.
Gerið tilboð í þetta, ég hafði hugsað mér eitthvað á milli 150 og 170 þús fyrir þetta.