Lenti í því að fá frekar ljóta rispu á klassíska gítarinn minn.. hún er svona 3 cm löng og sést svona frekar mikið.. eruð þið með einhver ráð við að laga svona?
Það er rokk að vera með sýnilegar rispur á rafmagnsgítar en sýnilegar rispur á klassískum gítar er bara alls ekki flott nema helst hjá Willie Nelson, gamli klassíski gítarinn hans hangir bara saman á skít og gömlum strengjum.
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.
Ég leyfði einu sinni einu ungum manni að spila á rándýra Taylorinn minn og eftir 5 min var hann búinn að rispa hann allan að ofan með OF HÖRÐUM slætti… Ég prófaði að setja Lemon Oil fyrir fretboard frá Dunlop á body-ið og rispurnar “hurfu” innan gæsalappa… Allavega sést MUN minna á honum, þetta er allavega cheap ass leið en virkaði hjá mér :)
Já ok.. er samt ekki alveg viss hvernig það myndi koma út á mínum.. rispan er á hliðinni á gítarnum og er svona semi djúp.. fékk alveg þungt högg á hann.
Ég mæli allavega að þú talir við Gunnar Örn og spyrja hann út í þetta… Allavega spyrja hvað “viðgerð” myndi kosta og hvað væri til ráðs :) http://luthier.is/
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..