Mig langar rosalega að læra á píanó. Ég hef spilað á blásturshljóðfæri í mörg mörg ár svo ég kann nótur og kann alveg heilmikið á píanó, en mig langar rosalega að læra bara svona hagnýt atriði á píanó, læra undirleik við lög og eitthvað þannig. Ekki þetta týpíska klassíska píanónám þar sem maður byrjar á því að læra að spila The Entertainer með einfölduðu undirspili og eitthvað.
Veit einhver hvar er líklegast að læra eitthvað svona nám? Ekkert of dýrt eða of alvarlegt