Ég tékkaði á þessu lagi ykkar og verð að segja að mér finnst það ekki mjög heppilegur kandídat í remix, hef að öðru leyti ekkert heyrt með ykkur.
Þegar ég tala um remix þá á ég við endurhljóðblöndun fyrir danstónlistarmarkaðinn eða klúbbamix, ég heyri ekkert í þessu lagi sem vísar í þá átt, ég er samt alls ekki að segja að þetta sé slæmt lag, bara að það sé ekki dansvænt.
Almennt séð eru þeir sem endurhljóðblanda lög að gera það upp á tildæmis helmings hlut af því sem kemur inn fyrir spilun á remixinu, remixið er skráð 50/50 á hljómsveitina og þann sem gerir mixið, til að remixið fái spilun þarf það að vera grípandi og dansvænt, mér þætti það verulega aðdáunarvert ef einhverjum tækist að ná þessu tvennu útúr þessu lagi.
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.