gott svar hérna fyrir ofan frá addna. Að fá sér ný skinn er eiginlega ekki að gera upp settið, en það er hægt að túlka það á marga vegu.
En það sem ég myndi gera í þínum sporum er að kaupa þér ný undirskinn, fáður þér bara REMO ambassador clean undir skinn. Ofaná myndi ég fá mér Evans EC2, þau sounda vel á öllu. Þau er hægt að tune-a á alla vegu og hafa reynst mér vel.
Lærðu að stilla trommurnar almennilega og vertu nógu lengi að því. Taka tommana af, setja þá á snerilstandin og byrja, undirskinnið aðeins kanski strektara en skinnið ofaná en samt ekki of mikið. Svo bara að finna rétta hljóð á efra skinnið, læra hvernig þú átt að gera það, t.d ekki bara stilla í hring, skrúfu eftir skrúfu, heldur stilla alltaf skrúfuna á móti, eins og þú getur séð á youtube.
En með snerilinn þá myndi ég stilla hann þannig að undirskinnið er strekt, vel strekt, svo ofanáskinnið líka mjög strekt, og gormurinn má alls ekki vera of strektur, þá færðu leiðinlegt hljóð. Góð regla að láta kjuðan detta ööörlaust á snerilinn ( þegar gormurinn er á ) og þá heyriru gormahljóð ef gormurinn er eins og hann á að vera, ef hann er mjög strektur þá heyrist ekkert í gorminum þá.
Þá áttu að leysa aðeins á honum bara á meðan þú rétt pikkar í snerilinn með kjuðanum, og láta það vera þannig að það heyrist alveg í grominum, samt ekki of laust.
Þannig sounda flestar* sneriltrommur vel, en þegar þú ert komin í dýrari snerla þá tune-ar maður þá á allavegu, en ódýrir snerlar sounda yfirleitt bara fínt á þennan hátt.
Hardware, þú þarft kanski nýjan kicker, nýtt hi-hat stand og kanski einhverjar klemmur og boomur, en ég ráðlegg þér að kaupa gibraltar, frábært hardware fyrir lítinn pening, það fæst í tónastöðinni. Svo bara hvernig þú átt að halda á kjuðanum, horfðu á jojo mayer, það er maðurinn sem allir geta lært af.
http://www.youtube.com/watch?v=VLQMFIueUyc&feature=PlayList&p=75E4C07A9036F539&playnext=1&playnext_from=PL&index=2 þetta er málið.