Ég er svona að fara að íhuga magnarakaup og ætlaði að spyrjast aðeins fyrir hérna.
Ég er að leira að magnara sem höndlar bæði clean og distortion. Er að spila mikinn metal og þarf þessvegna helst frekar kröftugt gain, en ég vil frekar hafa tónin frekar tæran og skýran þar sem það hentar betur, helst alveg laus við allt grugg og drullu.
Dæmi: Ensiferum og Wintersun er það fyrsta sem mér dettur í hug. Er að spila mikið í þeim dúr, sóló og melódíur og vil því hafa það á svipuðu nótunum, ef að það gefur ykkur betri mynd um hvað ég er að eltast við :)
Ég hef verið að prófa Marshall aðeins og sýnist það alls ekki vera eitthvað fyrir mig. Heyrt góða hluti um Mesa Boogie, en líka að þeir kosti mikið, en hef sjálfur ekkert skoðað verðmiðann á þeim.
Ástæðan fyrir þessum þræði er að ég bý ekki á höfuðborgarsvæðinu né nærri hljóðfæraverslun, ætlaði því að kynna mér þetta efni vel á netinu þar sem ég er ekki alltaf í höfuðborginni.
Annars eru öll svör, spurningar og athugasemdir vel þegnar.
Bætt við 2. apríl 2009 - 10:54
Gleymdi að taka fram. Er að leita mér að þægilegum magnara til að æfa heima við, og kannski með hljómsveit. Þarf ekki endilega að vera neitt monster.
Bermúda-skálin