Nammi namm… Megadeth lagið She-Wolf í 8 mínútna live útgáfu með gítar/trommusóló sem er í yfir 5 og hálfa mínútu! Man eftir því þegar ég keypti mér þennan live dvd disk með þeim einhverntímann og var að horfa á þetta og þetta var engann veginn það sem ég bjóst við. En sólóin eru spiluð af Dave Mustaine náttúrulega og Al pitrelli (spilaði áður með alice cooper td.) á gítar og Jimmy deGrasso á trommur. Aumingja David fær bara að horfa á og spila einföldu línurnar sínar :P

allavega, fyrir þá sem hafa óbeit á söngnum í Dave geta líka bara skippað yfir á 02:30 þar sem að sólóið byrjar ;) trommusólóið byrjar á 05:40 og eftir það fara þeir svo í í upprunalega she-wolf sólóið, sem er bara töff stöff.

Tónlistarmaður vikunar er LoverHater, sem er með þennan fallega avatar… btw, hvað í helvítinu er þetta?

og spurning, hvað er flottasta svona live rúnk á lagi? eins og she wolf þegar hljómsveitin tvöfaldar allveg lagið live með sólóum og rugli. Og líka bara stúdíó rúnk. þar vinna líklega free bird og Hangar 18 hjá mér.
Nýju undirskriftirnar sökka.