Ég ætla bara að skjóta hérna aðeins inn í, afsakið
Ég hef ekki farið á eitt einasta músíktilraunakvöld síðan 2004. Fór á öll undankvöldin og úrslitakvöldin frá 1997-2004, og fannst á þeim tíma vera miklu meiri fjölbreytni heldur en er núna, því svo undarlega mikið grunge hafi verið áberandi alveg til svona 2001/2002, en eftir það fannst mér eins og gæði hljómsveita hefði hrakað mikið, og að “músík” parturinn hefði svolítið mikið vikið fyrir “tilraunir” hluta nafnsins. Eftir því sem ég kemst næst hefur þessi þróun haldið áfram, þrátt fyrir að vissulega finnist mér Shogun og Agent Fresco (t.d.) fín bönd.
Eftirfarandi er persónulegt álit mitt.
Illu heilli fyrir tónlistarlífið í landinu (ef svo mætti að orði komast) þá virðist sem það hafi ruðst fram einhvers konar tíska þar sem tíðkast að þeir sem passa best inn í einhvers konar “artí” útlit og eru hæfilega “öðruvísi” til að vera eins og hæfilega margar aðrar “öðruvísi” hljómsveitir, og samhangandi þessari þróun hefur verið aukning í því að það þyki voðalega flott að gera hlutina einhvern veginn með hangandi hendi. Meira að segja fólk sem hefur lagt mikið í það að læra á hljóðfæri sitt einbeitir sér frekar að því að endurnýta hugmyndir The Beatles síðan fyrir 40 árum, og leggja meiri metnað í að endurnýta þessar hugmyndir illa, frekar en að nýta hæfileika sína í að gera eitthvað sem er raunverulega nýtt og ferskt, og að gera það af ástríðu, en ekki leti.
Mér finnst enn fremur að fjölmiðlaumfjöllun um tónlist sé hreint og beint að ýta undir þessa þróun. Einhvern veginn hefur það komið til að stór hluti þessa kjarna sem finnst æðisgengislega töff að spila svona tónlist er í þeirri stöðu innan dagblaðanna, sem og útvarpsstöðvanna, að öll áhersla á umfjöllun hefur verið um svona “listræna”, “frumlega”, “ferska” tónlist.
Ekki svo að skilja að ég ætli að fara að segja ég sé einhvers konar leppalúði sem skíti yfir heila tónlistarsenu eða tónlistarstefnu, af þeirri ástæðu einni að ég tilheyri ekki þeirra hópi, inn á milli leynast ótrúlega hæfileikaríkir einstaklingar, og því er ekki hægt að neita að sjaldan eða aldrei hafa kynjahlutföllin í íslensku tónlistarlífi verið jafnari - sem er bara jákvætt.
Spurningin er hins vegar hvort ekki sé komið nóg af þessari dýrkun á gervifrumlegheit og klíkuskap.
Þá er þetta allavegana komið frá mér, ég biðst innilegrar velvirðingar ef ég hef móðgað einhvern eða ef einhverjum finnst ég hafa gengið fulllangt í þessum skrifum mínum.
Allar stafsetningar- og málvillur eru óviljandi þar sem ég legg mig fram um tala rétta og vel skiljanlega íslensku, og tók mér tíma til að lesa þetta yfir.
Virðingarfyllst,
Steindór ‘Rakki’ Haraldsson, trommuleikari Irony of Apathy
Reyndar er að réttað frumleg bönd hafa komist langt síðustu ár.
Ég var sjálfur í bandi sem var ekki beint frumlegt þó við blönduðum nokkrum tónlistarstefnum saman(Knights Templar).
Annars hafa komið frábær bönd sem eru frekar sérstök eða frumleg og lent í verðlaunarsæti og má þar nefna Agent Fresco, Lada Sport og We Made God, Shogun er reyndar ekki það frumlegt þó þeir séu öflugir.
Annars hafa bönd komist langt í tilraununum fyrir að vera kröfut, þétt, skemmtileg og frumleikinn ekki aðalástæða vinsældanna eða sæti eins og The Foreign Monkeys, Endless Dark, Óskar Axels og Karen Páls, Gordon Riots og fleiri.
Ég verð reyndar að vera sammála þér með keppnina í ár því mér finnst allt of mikið af sérstökum hljómsveitum(Bróðir Svartúlfs og Discord er samt mjög þétt, grípandi og gott) og finnst dómararnir taka frumleika fram yfir hæfni og þéttleika bandsins. Af þeim 8 böndum sem hafa komist í úrslit þetta ár er ég reyndar frekar ósáttur með 4 af þeim of finnst þau hafa komist áfram á meðan önnur miklu betri bönd komust ekki áfram. Og dómararnir ákvöðu þrjú af þessum böndum.
Mér finnst líka að dómarar ættu að taka með í reikninginn hvort tónlistin getur orðið vinsæl eða hvort það sé metnaður í fólkinu. Sum bönd hafa algjörlega horfið(allavega fyrir mér) eftir að þau kepptu í Músiktilraunum og fengið sæti eins og Minna en 3 Svanhvít(frekar mikið sagt því ég er náskyldur trommuleikaranum), Tony The Pony, Hello Norbert, The Dyers, lítið í Gordon Riots eftir að EP platan kom út, Ultra Mega technobandið Stefán eftir auglýsinguna á Myspace og fleiri(getur líka allt eins verið að ég hef ekki verið mikið að taka eftir hvað böndin eru að gera).
The Foreign Monkeys hafa verið frekar lítið að spila síðustu ár en ég talaði við gítarleikarann fyrir stuttu og mig minnar að þeir séu að vinna við breiðskífu.
Takk fyrir mig
0