Ein mjög góð æfing er að trilla (hratt hammer on og pull off) með mismunandi puttum. Til dæmis geturðu haldið inni 3ja bandi á háa E strengnum og trillað með litla putta á 6 band á sama streng.
Þessi æfing getur verið notuð á hvaða putta sem er, og hún snýst um það að reyna að halda jöfnu millibili á milli allra nótnanna og reyna að spila þetta eins lengi og þú getur án þess að stoppa (reyna að þjálfa þolið). Þannig að það er gott að nota taktmæli til að hjálpa sér, en þú skalt ekki halda áfram ef þú ferð að finna til í hendinni.
Svo er hægt að nota þetta líka við löngutöng og baugfingur, bara aðlaga hana að þeim puttum sem þig langar að æfa hverju sinni. En einnig er hægt að gera einhverjar æfingar eins og:
H: Hammer on
P: Pull off
----H-H-P-P-H-H-P
e|-5-7-8-7-5-7-8-7-|
B|-----------------|
G|-----------------|
D|-----------------|
A|-----------------|
E|-----------------|
Eða eitthvað annað slíkt. Reyna að halda jöfnu millibili milli allra nótna og reyna að spila eins lengi og þú getur. Passaðu þig samt að hætta ef þú ferð að finna til. En þú getur breytt fingrasetningunni og notað þetta á öllum strengjum.
En þegar ég segi að þú verðir að hætta þegar þú finnur til þá meina ég ekki að þú eigir að hætta um leið og þú finnur smá bruna í hendinni. Bruni í hendinni er mjög góður, mundu bara að það er til bæði góður og vondur sársauki. Þú veist það um leið hvenær þú finnur góðann og hvenær þú finnur vondann sársauka.
No Pain No Gain. Eins og þeir segja, en það “pain” verður að vera “gott pain” en ekki “vont pain”.