Ég átti bara við að 100.000 kall fer ekki langt í að kaupa góðann gítar í dag.
En já, ég hef prófað nokkra af Gibsonunum frá þessum tíma tildæmis S-1 gítar sem var held ég örugglega með single coil pickuppum og var algjör viðbjóður og eins einhvern sem mig minnir örugglega að hafi heitað Victory og var með v lagaða plötu með pickuppum á, það var alveg ofboðslega góður gítar í minningunni.
En mér væri nokkuð sama þótt þessi gítar kostaði 100.000 kall alveg burtséð frá því hvort að ég gæti fengið samskonar gítar fyrir eitthvað minna af ebay, ég er eiginlega alveg klár á því að ég muni aldrei kaupa gítar af ebay því ég vil ekki kaupa hljóðfæri sem ég hef ekki prófað áður og er sáttur við, ef gítarinn er góður þá er mér alveg sama þótt ég geti fengið samskonar gítar fyrir segjum 30 þúsundum minna af ebay, það er alls ekki gefið að sá gítar sé jafn vel lukkaður og sá sem maður væri búinn að prófa.
Ég keypti Gibson Les Paul fyrir ári síðan, það er fyrsti Les Paul sem ég hef prófað sem mér líkaði við og ég hef örugglega prófað á bilinu 50 til 100 aðra svona gítara, það er ekki þarmeðsagt að minn gítar sé eitthvað betri en hinir sem ég prófaði heldur bara að þessi hentaði mér betur, það er óvíst að hann myndi henta öðrum á sama hátt, þegar maður er kominn í hljóðfæri í þessum verðflokki þá kaupir maður ekki bara einhvern gítar og vonar að maður verði sáttur við hann, ég prófaði að tengja minn í Fender Bassman magnara, sló einn hljóm og fékk gæsahúð og örann hjartslátt og vissi þá að þetta væri græjan sem ég ætti að eiga.
Hafandi sagt allt þetta þá veit ég ekkert hvort þessi Gibson US-1 er gítar sem mér þætti eitthvað varið í en ef hann væri “réttur” þá er 100.000 kall enginn peningur.
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.