Hérna er mitt álit á kvöldinu.
Spiral Groove: Ég missti af fyrra laginu en hitt var fínt. Var reynar ekki að fíla söngvaran og að trommarinn notaði china mikið í einum takti. Hljómborðs-soundið var mjög gott.
Sæti: 6
Four of a kind: Söngurinn var ekki góður og double-ið hjá trommaranum var ekki gott. Það vantaði herslumun á þéttleika.
Sæti: 9
Bróðir Svartúlfs: Þeir hafa ekki skilgreint tónlistarstefnuna sína en mér fannst þetta vera bland af rap/hiphop, rokki og indie sem var mjög vel út. Trommuleikarurinn var mjög skemmtilegur, sólóin góð og bassalínurnar góðar en aðeins of einhæft. Þungi kaflinn í síðara laginu var mjög góður.
Sæti: 3
Spelgur: Tónlistarstefnan var engann veginn “Austur- Evrópskt raffpopp”. Söngkonan þarf að æfa sig betur á gítarinn meðan hin hafði mjög lítið að gera. Þau kynntu hvorg lögin sín. Textinn í síðara laginu lét mig gera facepalm. Speglur og Miss Piss lét mig sakna gamla Mammút.
Sæti: 11
Pönksveitin Pungsig: Af þeim pönksveitum sem hafa keppt í músiktilraunum hef ég aldrei fílað þau…. nema núna. Röddin var verulega góð og textarnir voru skemmtilegir. Mice-standa uppsetningin að hætti Lemmy og staðreyndin að gítarleikarinn sýndi á sér rassinn voru stórir plúsar.
Sæti: 2
Í hlénu hitti maður tvo tónlistarmenn sem höfðu keppt áður í músiktilraunum með mismunandi árangur: Magnúr í We Made God og Jóa í Sendibíll.
Jackrabbitslim's: Í upplýsingunum stendur að þeir þurftu að hætta við alla þrjá tónleikana sem var frekar slæmt því þeir þurftu meiri æfingu og það vantaði líka kraftinn. Gítarspilið var fínt en söngurinn og trommurnar var ekki það gott.
Btw var það ég eða var bassaleikarinna að stæla Borgþór í Agent Fresco?
Sæti: 10
Wistaria: Smá bið vegna trommuleikarann en Óli lagaði það(sem hann hefði átt að gera þegar ég var að spila). Krafturinn var rosalegur og þá sérstaklega í nýja laginu þeirra. Nýji söngvarinn var betri en sá gamli. Þar að auki er Gauti með svölustu gítarleikurum sem ég hef séð, þó Davíð sé betri.
Sæti: 1
Wildberry: Í fyrra laginu fannst mér trommurnar vera frekar einhæfar en þær voru betri í fyrra laginu. Þó riffin í lögunum voru stundum sérstök þá er ekki hægt að kalla þetta math rock. Þeir hreyfðu sig frekar lítið fyrir utan söngvarann.
Sæti: 7
Frank-Furth: Byrjunin á fyrra laginu var soldið ruglandi og byrjunin í hinu laginu var smá fölsk. Mér fannst söngvarinn vera latur(sem getur haft mikil áhrif á frammistöðu bandsins) en var í lagi.
Í heildina fannst mér bandið ekki vera nógu gott til að hafa nafn svona líkt Frank N. Furter.
Sæti: 8
Reason to Believe: Söngurinn var mjög góður og mjög flott að þrír voru að syngja og var oft raddað. Mér fannst enginn vera aðalsöngvarinn í þessu bandi. Þeir voru þar að auki frekar líflegir. Gítararnir voru frekar lágir í fyrra laginu og crash diskurinn hljómaði illa.
Sæti: 4
In Samsara: Fimmta bandið í músiktilraunum þetta ár sem spiluðu eða fengu áhrif frá core. Bassaleikarinn hafði góðar línur og söng mjög sérstaklega. Söngvarinn var mjög lítið að gera í fyrra laginu. Lágir gítarar og hreyfðu sig lítið.
Sæti: 5