Ég ætla að leyfa mér að mæla með Zildjian A custom seríunni, Sabian HHX línunni, og svo er ég svolítið skrítinn að því leytinu að mér finnst Paiste Signature og Zildjian K seríurnar passa við allt. Hins vegar vil ég líka benda þér á Meinl og Bosphorus, Tónastöðin(Skipholti) og Hljóðfærahúsið/Tónabúðin(Síðumúla) eru með umboð fyrir sitt hvorn framleiðandann, og mér finnst þeir báðir standa sig með prýði. Ég á því miður enga symbala frá hvorugum þeirra, en hef potað aðeins í þá í búðunum og þeir lofa góðu miðað við það sem maður heyrir við svoleiðis prufun, og ég er ekki frá því að þeir séu ódýrari kostur þar sem merkin eru ekki jafn “fræg”.