núna er fyrsta kvöldið búið og þeir sem komu á svið voru:
Discord.. mér fannst þeir alveg frábærir en vantaði smá líf í þá, fyrir utan bassaleikarann sem mér fannst magnaður og þeir komust áfram
Captain Fufanu.. mér fannst þeir spila ágætis tónlist en lögin voru alltof langdregin og urðu leiðinleg með tímanum
Apart from lies.. þetta band fannst mér mjög þétt og flott og kunni sérstaklega vel við að sjá þá alla syngja nema trommarann.. hefði viljað sjá þá áfram en það var bara ekki pláss..
Miss piss.. fann flott að sjá stelpur koma og spila en fannst þær alls ekkert sérstakar.. virkuðu alltof óstyrkar en samt ágætis tónlist
Funktastic.. þeir stóðu sig mjög vel og bassaleikarinn var mjög góður, flottur söngur líka
Ancient history.. flott hljómsveit en ég var ekki hrifinn af þessari tónlist, samt mjög þétt og vel gert hjá þeim
Blanco.. fannst þeir vera bestir en það er kannski ekki hægt að taka mark á því þar sem þeir eru allir vinir mínir en mér fannst þeir allir mjög líflegir og frumlegir og fannst bara allt heppnast vel hjá þeim.. þeir komust áfram með discord
We went to space.. þeir voru líka mjög flottir með góð lög og bara mjög vel gert hjá þeim, fyrsta lagið hjá þeim var fullrólegt fyrir mig og gerði mig svolítið óþolinmóðann en restin var flott
Knights templar.. frábær lög og góð röddin hjá söngvaranum en mér fannst hann taka athyglina svolítið frá hinum í hljómsveitinni… annars flott hjá þeim
Decimation Dawn.. þeir voru góðir en bassaleikarinn gleymdi sér aðeins og fraus og svo missti trommarinn kjuðann og hætti að spila í smástund… á betri degi hefðu þeir líklega komist áfram þar sem að showið var flott og tónlistin góð
hvað fannst ykkur um tónleikana og hver finnst ykkur að hefði átt að komast áfram?