Hmm, var að svara mjög svipuðum póst í gær í trommukorknum.
Hljóðeinangrun er mjög snúið fyrirbæri. Að hljóðeinangra herbergi er dýrt, mjög dýrt.
Til að einangra vel þarf annaðhvort mikinn massa (þykkann steinvegg) eða að afkúpla veggina, sem er í rauninni að byggja ramma innaní herbergið sem að snertir hvergi útveggina.
Smá fróðleikur um dempun, ef þú nennir að lesa.
http://www.ethanwiner.com/acoustics.htmlÍ þínum sporum myndi ég líklega smíða nokkra svona og hengja á veggina:
http://www.johnlsayers.com/phpBB2/viewtopic.php?f=3&t=10297Þetta er smá vinna, en er að gefa þér margfalt meira en að hengja teppi á veggina.
Teppin drepa allra hæðstu tíðnirnar, svo það hljómar eins og þau séu að gera geðveikt mikið gagn (útaf því að ef þú t.d. klappar þá finnst þér ekki bergmála jafn mikið) en neðri tíðnirnar eru enþá þjótandi um allt herbergið stjórnlaust.
Getur líka hjálpað að setja bassagildrur í hornin á herbeginu (ath. það eru 12 horn í hverju herbergi, en ekki bara 4)
Getur fundið á þessu forumi sem ég linkaði á þig ýmsar upplýsingar um bassagildrur
http://www.realtraps.com/videos.htmHér eru einnig miklar upplýsingar um hljóð-treatment